Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, nóvember 28, 2005

Enn gerast kraftaverkin...
Hún Sigga vinkona mín fæddi í dag lítinn strák. Til hamingju elsku Sigga mín.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Mig langar í myndavél, ný gleraugu og að hætt verði við jólin.....

mánudagur, nóvember 21, 2005

jæja, já....get nú sagt ykkur það!!!
ég held ég sé í námi, er samt ekki viss. Ég er skráð í skólann, sit í lesstofunni í Árnagarði, en lærdómur er eitthvað sem lítið hefur farið fyrir undanfarið. Og bloggið er álíka mikilvægt og námið, sjáum til hvað gerist í prófatíðinni.
Ef ekki hér, þá bara annars staðar.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Mér finnst nýútkomið Stúdentablað vera svolítið litað af rauðu.
Mér finnst það ekki slæmt, að svo mörgu leyti. Tilgangur þess hefur örugglega verið sá að hrista allvel í fólki og eflaust hefur takmarkinu verið náð. Greinarnar eru mjög góðar margar hverjar þó svo að ég hafi kannski ekki verið sammála þeim öllum og viljað fá annað efni sem kemur meira inná háskólasamfélagið. En þannig erum við misjöfn og sjáum hlutina á mismunandi hátt.
Ég fór að ræða þessa hluti við vinkonu mína, sem ég álít vera mjög glögga fyrir góðum pistlum og fréttaflutningi, og hún benti mér á þegar nefið á mér fór að blána að henni fannst fínt hvernig blaðið væri. Þar kæmi fram hlutir sem aðrir þorðu ekki að segja frá og að ritstjórnin væri að þora að fjalla um málefni sem eru ekki alltaf á pallborðinu almennt séð hjá almenningi.
Út frá því fór ég að hugsa um baráttumál ýmis og hvernig fjölmiðlar væru sterkt afl í því að vekja athygli á málum sem mættu fara betur. Það má síðan deila um það hvort fréttaflutningurinn sé góður, hvort hann sé litaður af bláu eða rauðu. En ég held að það sé bara mjög gott, fólk er litað af ýmsum litum vegna uppeldis, fræðslu og reynslu og það er ekki hægt að segja fólki hvað eigi að skrifa um og hvernig. T.d. var grein um hvort ætti að láta stúdenta greiða stöðumælagjöld fyrir bílastæði við Háskólann og þar komu fram hlið við hlið tvö sjónarmið. Tveir aðilar að rökræða sama málið frá mismunandi sjónarhorni. Gott.
Auðvitað eiga blaðamenn að gæta einhvers hlutleysis, t.d. væri ekki gaman að lesa grein eftir blaðamann þar sem hann kemur bara á framfæri eigin skoðunum. Í dag eru nokkur blöð miskunnarlaus gagnvart almenningi og fjalla um allt milli himins og jarðar, málefni sem ekki koma okkur öllum við.
Þegar fólk þarf að beita sér fyrir málefnum, benda á hluti í samfélaginu sem mættu fara betur eru fjölmiðlar einstakt tækifæri til þess. Og mér finnst að fjölmiðlar ættu meira að snúa sér að málefnum sem skipta okkur öll máli á einn eða annan hátt þar sem betur þarf að fara. Ekki að skrifa um einhverjar nágrannaerjur í Breiðholtinu eða erjur í Grafarvogi, missæti í Fossvoginum eða vandamál í Vesturbænum. Þetta er kallað 'slúður' á mínu heimili og það finnst mér ekki eiga heima í fjölmiðlum þegar einstök mál sem viðkemur kannski fimm manns séu aðalfrétt blaða, fremur eiga þau að taka til málefni minnihlutahópa, benda á hvað megi fara betur í Úganda o.fl.
Jæja, ég er hætt. Vona að einhver skilji þennan óskiljanlega pistil og hvað ég er að reyna að segja.....

mánudagur, nóvember 07, 2005

Ég er búin að vera með George Michael lag á heilanum alla helgina og líka búin að hlusta á það ansi oft. Svanhvít var orðin nett pirruð á því líka þegar ég hlustaði á það í hundraðasta skiptið í gærkveldi.
Ég er ekki búin að gera neitt af viti í allan dag, samt er ég búin að vera að gera fullt, tala við fullt af formönnum, trufla tíma, skrifa álitsgerðir, fundagerðir og ég veit ekki hvað. Það er allavega fullt job að vera formaður, that's for sjor.
Komið sæl, ég heiti Sigurrós, formaður nemendafélags stúd....., hljómar eins og biluð plata í mínum eyrum....

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

anskotans, andskotans, anskotans!!!
Sú var nú tíðin að maður mátti ekki blóta, á einu tímabili varð ég að passa mig allsvakalega þar sem ég var umkringd góðu kristnu fólki og voru þau ekki sátt við blótið í mér. Þá fór ég að nota mikið orðið bévítans, blótaði á frönsku og stundum kom argvítlans líka fyrir í orðaforða mínum.
Sú var einnig tíðin að ég mátti ekki segja þegiðu eða haltu kjafti, systir mín var fljót að grípa til örþrifaráða vegna bannsins og sagði oft við mig haltu kájoð!!
Í dag er ég sjálfs míns herra, blóta að vild og segi þegiðu í öðru hvoru orði.
helvítis, djöfulsins, argvítlans!!