Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

miðvikudagur, desember 28, 2005

Lítið hefur farið fyrir skrifum hér á þessari síðu. Jólaletin hefur lúrað í mér og ekki skánar það með netleysið. Helvítis net. Reyndar hef ég verið löt í allan vetur að blogga, veit ei hver séu orsök þess. Kannski það verði eitt af nýársheitum mínum að vera duglegri í að blogga ásamt öllum hinum nýársheitunum sem eru orðin ansi mörg. En ég óska ykkur öllum (þ.e. ykkur tveim) gleðilegra jóla!!

sunnudagur, desember 11, 2005

Ég fékk að heita Katrín Beck í eina mínútu í gær þegar ég kvittaði á greiðslukortaseðilinn. Mér fannst ég ansi fín dama, því hún Katrín er ansi fín dama. Barþjónninn sagði ekkert.
Svo varð ég bara aftur Guðmundur....

föstudagur, desember 02, 2005

Anskotans..!!! Nú fer ég að skipta um nafn..., ekki nóg með að he****s hljómsveitin þurfti að stela nafninu mínu, þannig að allir halda að ÉG heiti eftir henni og margir hverjir farnir að skrifa nafn mitt vitlaust þá er Húsadýragarðurinn búinn að skýra nýfæddan kálf með þessu líka ágæta nafni!!! Lesið um það hér
Bévítans nafn!!! Ætla bara að skipta því út fyrir Guðmundur.....