Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Það er ótrúlegt hvernig lífið getur snarbreyst á stuttum tíma.
Stundum er eins og allt vinni gegn manni, ekkert virðist ganga upp og allt á niðurleið. Eða að hlutirnir bara sigli áfram án þess að nokkur nýjung verði á leið manns eða tilbreyting við skammdegi lífsins.
En svo á örstuttum tíma breytist allt. Lífið tekur snúning og allt verður svo dásamlegt, fullkomið ef segja mætti. Á undanförnum dögum hefur það gerst hjá mér, allt hefur breyst og ekki er aftur snúið. Og breytingarnar eru af hinu góða, sérstaklega ein breyting. Þið sem vitið allt um þessar breytingar vita nákvæmlega um hvað ég er að tala um. Þið hin sem vitið ekkert hvað ég er að tala um, well to bad for you!!
Og já, ég á dásamlega vini. Eiginlega bestu vini í heimi held ég!!
Æ, nóg af þessari væmni. Á einhver túkall?

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilega nýja árið!!
Veðrið lék við okkur hér á nesinu þegar nýja árið gekk í garð, sprengt fyrir 30 þúsund kallinn og ég fékk að koma einni í gang. Síðan var skálað í alvöru kampavíni, enda nóg til af áfengi hér á bæ. Þegar fjölskyldan vaknaði á nýársdaginn var snjórinn farinn, rigningin dundi á glugga stofunnar og rok var mikið. Við héngum inni fyrsta dag ársins, svolgruðum í okkur alls kyns veigum sem voru bornar hér á borð af ástkæru stjúpmóður minni. Hér er sannkölluð matar-paradís.
Enn rignir og enn er rok. Ég er að bíða eftir fari til að komast á hitt nesið.