Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, mars 23, 2006

Í dag á hún móðir mín afmæli. Hún er hvorki meira né minna en fimmtug. Í Morgunblaðinu er líka þessi fína mynd af henni, en líkt og kemur þar fram er hún núna á siglingu um karabíska hafið í góðra vina hópi.
Ég fékk sms frá frúnni í gær (eða réttara sagt ungfrúnni, en þar sem hún er orðin fimmtug finnst mér frú betra orð þó svo að hún sé ungfrú) þar sem hún tilkynnti mér það að þau væru að koma í höfn á Caymen-eyjunni og væru ágætlega hress eftir líflegt næturlíf. Já, ég verð að viðurkenna að ég öfunda kelluna að vera í sól og sumaryl þar sem ansi er kalt í veðri hér nærri norðurpólnum.
Til hamingju með afmælið mamma mín!!

þriðjudagur, mars 21, 2006

Það er eins og það er, það sem kemur upp fer niður og það sem fer niður gæti farið upp....svart er lífið, en inn á milli hvítt...
það er kalt úti.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Herinn burt já, ég veit ekki....
Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta mál þar sem afstaða flestra þeirra sem les bloggið mitt er önnur en mín eigin. Svo ég segi bara, ok.
En að öðru sniðugu. Sit hér hjá systir minni í sveitinni að passa litlu frænku, sem reyndar stækkar óðhratt. Og það sem tilheyrir pössuninni er að lesa fyrir litla krílið áður en hún fer að sofa. Ég valdi bókina og var ég bara nokkuð ánægð með þessa bók. Bókin heitir ensku rósirnar og er eftir Madonnu.
Í fyrstu verð ég að segja að þýðingin er mjög góð, enda engin önnur en Silja Aðalsteins sem þýðir. Gott starf þar. En hún er líka skemmtilega skrifuð á vönduðu máli en líka máli sem krakkar tala. Og um hluti sem við öll höfum lent í.
Það sem heillaði mig hvað mest við þessa bók er umfjöllunarefni hennar, efni sem ekki er mikið talað um en eitthvað sem margir hafa lent í.
Bókin fjallar um fjórar stelpur sem eru bestu vinkonur, en svo er ein stelpa með þeim í skóla sem er íðilfögur og vinkonurnar fá stöðugt að heyra hástert álit manna á stúlkunni. Þær verða afbrýðisamar og sameinast um það að mislíka þessa stúlku vegna útlits hennar og hrósi sem hún fær frá öðrum.
Mamma einnar vinkonunnar bentir þeim á hvort þær viti nokkuð um stúlkuna, hún sé alltaf ein og eigi ekki mömmu. Þær fara að kanna málið og komast að því að stúlkan er bara skemmtileg og verða þær allar vinkonur.
Það er nefnilega alltof oft sem fólk er dæmt eftir útliti, við gerum það öll sama hvað hver segir. En síðan er alltaf spurning hvort við dæmum persónu fólks eftir útliti, fallegt fólk samasem heimskt og öfugt.
En ég mæli með þessari bók, hún er líka svo skemmtilega myndskreytt.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Ég hef aldrei þolað framsóknarflokkinn og mun líklegast aldrei gera, en ég verð að taka ofan af fyrir Árna Magnússyni. Mér hefur fundist hann afburða ráðherra og stóð hann sig mjög vel þegar rætt var hvað mest um innflytjendur og starfsmannaleigurnar fyrir nokkru. Þó svo að ég sjái eftir honum á ráðherrastól getur maður ekki annað en virt hans ákvörðun og eiginlega er hann meiri maður fyrir mér eftir þá ákvörðun að hætta í pólitík og sinna fjölskyldunni betur. Enda ekkert vit fyrir góða menn að vera í framsókn!!