Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, apríl 21, 2006

Ekki vill svo vel til að einhver lesandi þessarar bloggsíðu eigi til á vídeóspólu nokkra þætti af köllunum?
Ekki það að ég sé eitthvað æst í þáttastjórnendur, vantar þetta bara fyrir ritgerðina...

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Það er ekki gaman að missa allt sem maður hefur unnið að. Ég missti 5 heilar síður í gær þegar ég gleymdi að vista skjalið. Nei, file recover virkaði ekki. Bara í þetta eina sinn sem ég klikkaði á svo mikilvægu!!!
En jæja, nú er bara að vinna í hinni tölvunni (heilanum, sem þessa stundina er galtómur) og finna recovered files þar. Það virkar reyndar ekki eins vel og í hinni eiginlegu tölvu, en vonum hið besta.
Skil núna hvernig Svanhvíti leið fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan....

mánudagur, apríl 10, 2006

Fyrir ritgerðina mína, sem er núna í fullri vinnslu, hef ég verið að lesa alls konar greinar, bækur o.fl. um allt mögulegt. T.d. var ég að lesa grein eftir Árna Böðvarsson, en hann skrifaði grein um málfar unglinga árið 1971. Þetta er mjög áhugaverð grein, en svolítið fyndin líka þar sem hann tekur dæmi um orðafar unglinga samtímans.
Nú eru liðin rúm 30 ár síðan og mörg af dæmunum sem hann tekur eru orðin hluti af almennu málfari í dag, þannig séð. T.d. eins og pæja, geggjaður (í öfugri merkingu), gefa í botn (þegar ekið er bíl) o.fl. En margar merkingar orðanna þekki ég ekki, t.d. alger auðn (um konu sem hefur enga kosti nema fríðleik) og vera til byltings (um að hafa samfarir). Svo er 'grillið' notað um líkbrennsluna í Fossvogi. Aðalbandið þá var Trúbrot og Glaumbær var upp á sitt besta.
Já, margt hefur nú breyst á 30 árum... Kannski verður ritgerðin mín aðhlátursefni fyrir manns eigins börn. Hvur veit

mánudagur, apríl 03, 2006

Ég á víst ammæli í dag....
Ég er orðin gömul....
Móðir mín beið eftir mér þegar hún var 25 ára, stjúpmóðir mín var búin að eignast tvö börn 25 ára og systir mín átti eitt barn þegar hún var 25 ára. Ég á ekkert barn.
Systir (stóra) mín hringdi í mig áðan og lét bekkinn sinn syngja fyrir mig, það var mjög skemmtilegt og fyndið þar sem nokkur aukaviðlög voru tekin, eins og "Hún er orðin grá og guggin"
En jæja, best að fara baka fyrir familíuna. Ekkert partý hjá þeirri gömlu, bara rólegheit.