Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, maí 30, 2006

Eftir helgina eignast ég líf mitt aftur, eftir helgina getið þið haft samband við mig, eftir helgina....
En akkúrat núna er ég einhverfur háskólastúdent, í kappi við tímann og tölvan mín er eini vinskapurinn.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Jæja, þá eru ritgerðarskrifin í fullum gangi. Var að senda stykkið á leiðbeinendur og nú er bara að bíða og sjá hvað setur. Þessu fer að ljúka og vonandi verð ég búin í næstu viku. Annars er ég búin að skrifa, allt hitt er bara eftir...jibbí!!
Svo er komið að árlegri nemendasýningu JSB þar sem ég mun vera í fríðum flokki A2. Jamm og já, sýningarnar verða mánudag, þriðjudag og fimmtudag. Miðar seldir í Borgarleikhúsinu og kosta aðeins 1800 kr. Nú er um að gera að skella sér á sýningu, sjá rósina tjútta við Queen og hafa gaman!! Svo má ekki missa af aðaldanspíunum stíga á stokk 17. júní, það verður spennandi...
Þar til næst..

fimmtudagur, maí 04, 2006

Sundurslitin bloggfærsla þar sem ég er sundurslitin manneskja þessa dagana....
Undanfarna daga hef ég eytt tíma mínum í tilgangslausu vafri um heima internetsins þegar ég á að vera að skrifa ritgerðina...
Án þess að þessi setning beri nokkurn fordóm, en hvað er með svarta menn og augnaráð þeirra þegar gengið er framhjá þeim? Sver það, ég er eins og kynlíf á fótunum þegar ég labba framhjá svörtu gaurunum sem vinna hérna í Árnagarði(búin að lesa biblíu fallega fólksins alltof mikið)
Er orðin leið á tónlistinni sem er í tölvunni minni. Tók reyndar góða rasíu fyrir nokkru og henti út öllu píkupoppinu, eða mestmegnis. Maður verður nú að eiga e-ð til að dilla rassinn. Reyndar er Svavar að hlaða í mig tónlist as we speak (or write to be accurate)....
Ég hata Gillzenegger!! Bara svo við höfum það á hreinu þá er ég orðin leið á þessu ljóta og leiðinlega fési. Og hér er ekki um fávisku mína að ræða eða hatur útí loftið, ónei. Búin að rannsaka þennan dreng nokk mikið og eitt get ég sagt. Ég hef sama sem ekkert álit á honum....
vá hvað var gott að losa þetta úr kútinum...get nú ekki beint skrifað um þetta í fræðilegri ritgerð... hvernig í anskotanum útskýrir maður fáráðling líkt og hann í fræðilegri ritgerð? hann er asni, that's all there needs to be said.
hhmmm, sufjan stevens er nokkuð góður og kaffið í árnagarði er lífgjafi minn þessa daga...

þriðjudagur, maí 02, 2006

Skiladagur BA-ritgerðar er í dag. Ég er þó ekki búin og sit því hér sveit uppí Árnagarði að skrifa...skrifa og hanga á netinu.
Mér til mikillar lukku áttaði ég mig samt á því fyrir helgi að verkið er hálfnað, jibbí!! Svo nú er um að gera að bretta upp ermarnar og klára þetta helvíti.
Þar til næst...