Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, september 24, 2006

Í Þjóðmenningarhúsinu var til sýnis myndbandsverk eftir Ólöfu Arnalds. Um daginn kom maður inn og spurði um verkið, taldi það vera eftir gamlan skólafélaga sinn, sem var ekki sami maður enda taldi hann höfund heita Ólaf. Fyndið þetta "gamall skólafélagi"...hvað þarf maður að vera gamall til þess að taka svona til orða? Ég segi t.d. bekkjarsystir mín úr grunnskóla eða hann/hún var með mér í grunnskóla. Ég nota ekki enn gamall skólafélagi, enda finnst mér líka stutt síðan ég var í grunnskóla...reyndar verða tíu ár síðan ég útskrifaðist úr grunnskóla á næsta ári, en það er önnur saga...
Að öðru. Fór á bókasafnið fyrir nokkru. Í Grófarhúsi. Sem ég var að labba út sé ég Braga óLafssson og Sjón. Sonur Sjónar var með. Og gekk ég framhjá þeim, brosti reyndar aðeins til Braga þar sem ég er að lesa bók eftir hann þessa dagana (bókin sem er í töskunni og les á daginn í vinnunni, eða á náttborðinu og les áður en ég sofna). Mér finnst þetta merkilegir menn. Ég hef lesið bækur eftir báða þá og þeir eru ekki í uppáhaldi hjá mér, en þrátt fyrir það eru þetta menn sem ég lít upp til. Báðir hafa þeir ótrúlega gott vald á tungumálinu og segja ttjjaa, ágætar sögur. Þær hreyfðu allavega við mér á einhvern hátt.
Mig langaði reyndar að ræða aðeins við Braga um bókina Samkvæmisleikir þar sem ég var bara pirruð þegar ég var búin, alls ekki sátt við endirinn og ég varð líka alltaf pirraðari og pirraðari þegar líða tók á bókina. Damn it! Pirringurinn kemur bara upp þegar ég hugsa til þess. En sem ég gekk framhjá hugsaði ég samt með mér, þetta eru merkismenn. Mér finnst Unnur Birna ekki merkileg, held hún sé bara merki-kerti. Mér finnst Arnar Grant ekkert merkilegur þó svo að hann haldi að laxinn geti grennt mann. Og mér finnst Fjölnir ekkert merkilegur....og fyrir hvað er hann frægur? Hann á líka snarklikkaða konu. En Bragi Ólafs og Sjón...já það eru merkilegir menn.
Talandi um merkilega menn. Í gær hljóp Andri Snær upp stigann í vinnunni, var seinn á fund og er víst vanur því. Ég brosti inní mér, ég sem alltaf er stundvísin uppmáluð eða hitt og...
Ég mann fyrstu kynni mín af Andra Snæs. Það var í íslensku 603 hjá Guðrúnu, sem útskrifaðist með mér í sumar. MA í bókmenntum. Hún er flott. Það var ljóð sem við lásum, ég las það yfir og vissi að þarna væri maður á ferð sem eitthvað væri varið í. Ég féll fyrir honum á augabragði, vissi að þetta væri fallegur maður. Jább, skyggnigáfa af bestu gerð. En ljóðið er svona:

Ást mín á þér er eins og Hekla
á yfirborðinu virðist hún kulnuð
og útbrunnin

en undir niðri ólgar hún
og áður en varir
brýst hún út

mig langar til að fylla þig
með mínum lífsins
kvikustrókum.


Árin liðu og biðu, dagar urðu að vikum, vikur að enn meiri vikum, mánuðum og allt það og ekkert kynntist ég Andra Snæ eftir þetta eina ljóð. Það var síðan einn dag að ég komst í tæri við Bónusljóð, man þegar ég las þau heima í Engjaselinu. Sat í skrifborðsstólnum mínum með fætur krosslagðar uppá skrifborðinu og hló mig máttlausa yfir Hreinsunareldinum, Inferno og öllu hinu ruglinu sem lýsir vel samtíð okkar. Mér leist enn betur á þennan unga mann.
Einu sinni heyrði ég sögu um Andra Snæ sem framhaldsskólakennarinn hans hafði sagt í tíma. Þannig var það að Andri var nemandi hjá þessum kennara og hann átti að skila ritgerð, gerði það og leist kennara illa á og sagði honum að hann ætti ekki framtíð fyrir sér í skrifum. En öldin varð önnur og nú er maðurinn vel þekktur rithöfundur. Sýnir bara hvað menntakerfið getur verið rotið.
Næsta verk Andra sem leit augu mín var Love Star og þá áttaði ég mig á því að hér væri kominn fram á sjónarsviðið snillingur samtíðar minnar. Bókin er eins og skrifuð úr mínu hjarta, ádeila á neysluþjóðfélagið og alla þá mötun sem á sér stað. Fær maður ekki nóg af meðalmennskunni?
Fyrst þegar ég svo hitti manninn var í tíma í HÍ. Hann er nokkuð skondinn gaur, ekki þjálfaður í að halda ræður og virkar stundum óöruggur í fyrirlestrum (hey, hann er enginn Laxness þegar kemur að framkomu og ræðuhöldum). En vá hvað maðurinn kann á tungumálið og sýnin á lífið...þvílík snilld hef ég aldrei kynnst! Hugmyndirnar, orðin og handahreyfingarnar...þetta er dásemd lífsins, það er ekki hægt að segja annað.
Hátindur lífsins var þegar ég tók þátt í Málþingi með honum. Og hann hlustaði á mína ræðu. Ég held að það hafi verið ein sú besta stund lífs míns þegar ég stóð í sal Þjóðminjasafnsins í svarta pilsinu mínu og talaði um trefla og hnakka fyrir framan Silju Aðalsteins (sem betur fer var Ármann Jakobs farinn), Sigurð A. Magnússon o.fl. o.fl. Já þetta gat maður....
Jæja, þá læt ég þetta nægja. Vona að þetta bæti fyrir skrifleysið í sumar...