Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, október 27, 2006

Við alsystur ásamt þremur dömum skelltum okkur á Footloose í kvöld og var það ágæt skemmtun. Það gerist endrumnær þegar ég fer á slíkar sýningar að ég vænti góðs show, þið vitið skemmtun í hæstu gæðum. Sýningin var afbragð, vel upp sett, vel leikin, ágætur söngur og...ágætur dans.

Þar sem footloose er frá 9. áratugnum (Kevin Bacon, eighties stuð...manstu?), eða myndin kom út árið 1984 (fletti þessu upp á google, nei ég vissi ekki nákvæmlega hvenær) þá er dansinn og tónlistin ættuð frá þeim tíma. Og fyrir ykkur sem munið ekki þá var djassballet (old school) það vinsælasta dansformið.

Sem ég var að horfa á sýninguna kom þessi kennd sem svo oft kemur hjá mér á svona sýningum að eitthvað vantaði, ég var ekki alveg fullkomlega sátt við dansinn. Kannski er það bara frekja í mér að vilja fá það besta úr því fólki sem er að sýna. Ekki það að þau voru ekki frábær, heldur voru í sýningunni mjög svo frambærilegir dansarar sem að mínu mati gátu miklu meira. Ég fór að velta því fyrir mér hvort dansmenning hér á landi er orðin of stirð eða að eitt form sé meira ríkjandi en annað?

Á Íslandi er ekki mikill markaður fyrir dansara, hér er bara einn atvinnuflokkur og hans stíll er fremur einhliða. Og ef menn eru ekki í "klíkunni", eða inni hjá einhverjum háttvirtum skóla er maður bara áhugamaður og tekur skítajobbin. Kannski ekki skítajobbin, en svona það sem er ekki nógu fínt fyrir fína liðið.

Það hefur loðið við listsköpun allri hér á landi að menn þurfa að vera sem mest frumlegir, að verkið meini eitthvað og stíllinn á því sé fremur módernískur en hitt. T.d. væri hrikalega korní ef þjóðdansar kæmust í tísku, þvílík hugmynd! Þjóðdansar! (sagt í háði) Og í kveld fór ég að hugsa til þess, sem ég sat í sæti 25 á 6. bekk í Borgarleikhúsinu, hvort módernisminn væri búinn að tröllríða öllu í dansformi.

Á sviðinu voru þrjár stúlkur sem ég vissi að höfðu æft djassballet frá blautu barnsbeini og voru því fyrst og fremst þjálfaðar í þeim stíl en ekki klassískum ballet, modern eða þar eftir kolli. Dansarnir voru flottir, en ég saknaði gamla jassballetsins...splitstökkin, spörkin, hendurnar og allt það. Reyndar veit ég til þess að höfundurinn er erlendur, sænskur held ég, og gæti það haft áhrif. En samt!

Auðvitað finnst mér gaman að verkum sem reyna að lýsa samtímanum, liðnum tímum o.fl. með þeim straumum og stefnum sem eru í hæstu hæðum í dag. Mér finnst t.d. mjög gaman að vita til þess hvað margir leikstjórar leita til dansara og danshöfunda til þess að láta þá semja fyrir sig hreyfingar leikara í leikritum. Þar ber hæst að nefna Láru Stefánsdóttur, hún er frábær á sínu sviði og ótrúlega flottur höfundur. En mér finnst líka að þegar settar eru upp sýningar eins og footloose, þá eigi allt að vera í takt við þann tíðaranda sem leikritið býður upp á. Búningarnir voru t.d. flottir, þó svo að nútímatískan var fremur áberandi skipti það engu máli því hún er nú ansi lík þeirri tísku þess tíma sem verkið er frá.

En jæja nóg í bili..meira um dans á næstunni því ég hef meira um þetta að segja. Hef bætt betri helmingnum af mér inn á listann, en hann er byrjaður að blogga!! Tók nokkra út, en bætti einnig við Rutslu miðaldabókmenntafræðingi to be.

fimmtudagur, október 19, 2006

Sem ég var á leið í bólið í gær og fletti gegnum rásir imbans datt ég inn á þátt á háttvirtu rúvinu og fór þar saga um unga konu....djísss, alltof háfleygt. Allavega var ég að horfa á sjónvarpið í gær og var reyndar á leiðinni í bólið þegar ég datt inn á þennan þátt. Ég veit ekkert hvað hann heitir og kom inn í hann örugglega svona um miðbik þáttarins. Þetta var svona einn af þessum heimildar-/raunveruleikaþáttum þar sem ungri bandarískri/víetnamskri konu var fylgt til Víetnam þar sem hún hitti móður sína og fjölskyldu hennar. Hún hafði ekki séð þau í 22 ár, en hún var flutt til Bandaríkjanna (pabbi hennar var USA-maður og ég náði ekki af hverju og hvernig hún var flutt til USA en var greinilega alin upp hjá ömmu sinni þar þar sem hún þekkti ekki pápa sinn) og kom í heimsókn til Víetnam til að hitta mömmu sína.
Pabbi hennar hafði hitt mömmu hennar í Víetnam-stríðinu og hann síðan hvarf til sinna heima eftir stríðið. Saga mömmunnar var átakanleg sem ég ætla ekki að fara útí hér (skrifa um það síðar). En þar var hún sumsé komin, eftir 22 ár, og hitti familien og ég kom inn í þáttinn þegar hún var komin og var að tala við fjölskyldu sína.
Stúlkan, minnir að hún heiti Heidi, var mjög týpísk bandarísk húsmóðir, gift hermanni og áttu þau tvö börn saman. Hún fór þó ein til Nam, en fjölskyldan var eftir í USA. Útlit hennar sýndi að hún hafði það nokkuð gott, átti fallega skartgripi og hugsaði vel um útlitið.
Í þættinum var sýnt frá upplifun hennar í Víetnam, samskipti hennar við fjölskyldu móður hennar og hvernig ástatt væri þar í landi. Fjölskylda hennar bjó við hörmulegar aðstæður og hún fékk gott menningarsjokk á því að vera þarna og velti því fyrir sér hvernig hennar líf væri ef hún hefði ílengst í Nam og alist upp þar. Væri hún önnur kona? Hefði hún aðra sýn á lífinu?
Sem leið á dvöl hennar ræddi fjölskylda móður hennar um stöðu þeirra og sérstaklega móður hennar. Þau báðu hana um að sjá fyrir móður sinni og helst að taka hana með sér til USA og sjá um hana þar. Þau voru fremur kurteis, en kannski of ýtin þar sem þetta var fyrst heimsókn hennar til landsins og þeirra og upplifunin því mikil.
Þátturinn var átakanlegur, vægast sagt. Það fékk mjög á stúlkuna (æ hún er örugglega um þrítugt) hvað þau ræddu mikið um peninga og settu hana í vonda stöðu. Hún var hjá þeim í fimm daga, fór svo aftur til USA og var ekki búin að hafa samband í tvö ár þó svo að fjölskylda hennar sendi henni bréf frá Nam. Móðir hennar lét hana fá addressuna sína þegar hún kvaddi hana og sagðist elska hana mikið og sér þætti vænst um það að fá að sjá hana aftur.
Ok, kannski var fremur harkalegt af fjölskyldu hennar að biðja um peninga eins og þau gerðu, en á einum stað þegar hún var í Nam sagðist hún bara vilja komast heim í sitt öryggi frá þessu öllu. Vissulega hlýtur svona ferð að taka á og fólk þarf margt að melta. EN!!! Hún fann móður sína aftur, konuna sem ól hana, og hún lifði við ömurleg kjör. Hvernig gat hún bara afneitað henni? Hún sagði í viðtali tveimur árum síðar eftir för sína að hún væri búin að loka á þau, ekki læsa, en allavega loka.
Það sem mér fannst hvað átakanlegast af þessu öllu er eigingirnin í stúlkunni og hvernig hún, með allt sitt fína dót, gat neitað móður sinni um pening sem hún svo þokkalega gat veitt henni. Og þátturinn sýndi líka hversu skömmustulegt það er að vera Bandaríkjamaður. Þeir ákváðu að fara til Víetnam, umturna þar öllu (vá hvað það er mikill munur á menningu, hefðum og siðum!!) og skemmileggja líka bæði land og þjóð!! Svo geta þeir ekki séð aumur á fjölskyldu sinni!!!
Oooohhh, ég varð svo reið!! Við á Vesturlöndum höfum það svo gott að þó svo að böl heimsins standi fyrir framan okkur þá segjum við..æ nei, ég ætla bara heim og hafa það gott í húsinu mínu með manninum mínu og láta MÖMMU mína þjást!!
En mér fannst ég svo ekkert skárri, hvað geri ég til þess að láta fólk ekki þjást í þessum heimi?? ég þarf að hugsa aðeins málið....
reið, svo reið!!!!!!!!(shit þetta er orðið langt)