Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

jájájá, löngu komin heim úr sólinni. Það var gott að komast í sólina, fá hita í kroppinn og slappa aðeins af.
Annars eru jólin komin hjá mér, búin að skreyta íbúðina, baka smákökur og hlusta á Palla og Moniku. Gerist ekki betra. Svo ef ykkur leiðist í prófalestrinum eða því sem þið eruð að gera endilega kíkið í heitt kakó og smákökur til mín. Þið verðið ekki svikin af því.

mánudagur, nóvember 06, 2006

Er farin í sólina...