Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, desember 15, 2006

Sögur af goðum og gyðjum, hetjum og -ynjum sem skrifaðar voru fyrir nokkrum þúsundum árum síðan hneyksla oft fólk samtímans. Þvílík firring og endemis vitleysa, lætur fólk útúr sér þegar það les grískar goðsögur eða norrænar hetjusögur. Fólk telur sögurnar vera svo úr takti við lífið, þær séu svo fjarri honum að þær hafi aðeins bókmenntalegt gildi í dag. Ekkert annað.
Mín kæra Sigga spurði um daginn, hvers vegna undarlegt ljóð um elskendur sem er að finna í Ljóðaljóðunum í Biblíunni, skildi varðveitast þar í gegnum allar aldirnar, stríðin og ritskoðunina, menningu og meiningu, menn og konur? Ljóðabrotið umrædda nær að fanga einhvern hluta af lífinu sem er eilíft, það talar á einfaldan hátt til þess sem spyr stórt. "Hafið þér séð þann sem sál mín elskar?"
En það er einhvern veginn svo að oft segja þessar sögur og ljóð okkur svo margfalt meira um lífið en ella. Stundum finnst mér nútíminn vera svo flatur og að lífið gangi út á það sama, að þessi rammi sem við teljum mikilvægan fyrir gott líf sé ofmetin og geri lífið grárra en það í raun á að vera. Svolítil geggjun gerir engum mein, svolítill utanvegaakstur hefur ekki drepið nein (þá á ég ekki við þann sem eyðileggur náttúruna) og svolítil ævintýri hefur ekki hrætt úr neinum líftóruna...enn

þriðjudagur, desember 05, 2006

Vangaveltur um hamingjuna:
Hvað er hamingja? Hvers vegna eru allir alltaf að leita hennar? Og af hverju þurfa allir að vera hamingjusamir, annars er eitthvað að ef þeir eru það ekki?
Sáttir sitja menn við sáttarborð....

föstudagur, desember 01, 2006

gáta dagsins:

er tómatsósa virkilega gerð úr tómötum? Og er kjúllinn á KFC íslenskur eða útlenskur?