Í fyrrakvöld rættist gamall draumur. Í mjög svo góðum félagsskap varð ég vitni að einhverri þeirri flottustu sýningu sem ég hef á ævi minni séð. Hún var fullkomin í alla staði. Tónlistin, fótafimin, búningar og sviðsmynd harmoníseruðu svo fullkomlega saman að aðra eins fegurð hef ég sjaldan orðið vitni að.
Þegar við svo gengum út í vorið blasti við okkur jökullinn á leiðinni heim, vorsólin að setjast og tvær hugljómaðar sálir svifu um á bleiku skýi.
Ó hvílíkt kvöld! Hvílík fegurð! Takk Helgi!