Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, desember 18, 2007

æ hví að breyta? hér er svosum allt endemis ruglið frá mér að finna sem ég hef hleypt inná veraldarvefinn og hví að hverfa frá upprunanum, rótinni, þar sem þetta allt saman byrjaði.
Annars hafa verið nóg um breytingar hjá mér á þessu ári, búin að flytja tvisvar sinnum og er að fara að flytja í þriðja skiptið núna í upphafi nýs árs. Isss...
Búin að hætta með kallinum, taka við honum aftur og nú erum við settlegt par með barn á leið. Fisss....
Búin að vera kennari, leiðbeinandi eða flokkstjóri og svo settist frúin aftur á skólabekk svona á seinni hluta árs. Og það á fremur óvenjulegan skólabekk, eða svona langt frá því sem ég hef verið að stúdera undanfarin ár. Lisss....
Svo nú sit ég bara heima, prjóna og baka og bíð eftir barni meðan karl setur upp nokkur kerfisloft, skrifar eina góða ritgerð og les eins og hestur.
Þar til næst...