Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, janúar 18, 2008

Eins og sönn húsmóðir er ég ansi mikið í tölvunni þessa dagana. Og ekki er það uppbyggilegt, ónei. Daman hangir bara í tölvuleikjum og unnir vel við. Fer reyndar illa með bakið.
Húsbóndinn segir móðurina verðandi vera farna eyða meiri stundum á veraldarvefnum en hann sjálfur, efast ég nú um sannleiksgildi þess.
Minnir mig þá glettilega á föður minn og hans frú, sívinnandi fólk og hörkuduglegt en gefur sér alltaf tíma í smá leik í tölvunni á milli stríða.
Kannski ég hefði átt að koma múttu upp á þetta í veikindafríinu, þetta er svo heilnæmt. Annars hugsar hún bara um innréttingar þessa dagana og búin að pakka næstum allri búslóðinni niður í kassa og flutt barasta á næstu dögum. Æskuheimilið kvatt, þó ekki með söknuði af minni hálfu verð ég að segja. Skrýtið, kannski. Veit ekki.
Og þar sem móðir mín er svo stórtæk þessa dagana (eða kannski er hún það bara alltaf, held að þetta sé arfgengt...ó, ó) ætlar hún að versla eitt stykki þvottavél fyrir hreiðrið okkar hér á görðunum ásamt föður sínum.
Og eins og sönn húsmóðir býð ég úr spenningi, þá verður sko þvegið!

miðvikudagur, janúar 02, 2008

já Gleðilega nýja árið!
Og vel byrjaði það! Fyrsti dagur ársins gekk svo fyrir sig að ég lá í rúminu allan daginn og það með hita! Það er þá þriðja skiptið sem ég fæ hita á ævinni, askoti hvimleitt. En ég hafði góða hjúkku sem reddaði þessu. Færði mér allt sem ég þurfti, las fyrir mig kl. 4 í nótt og hljóp niður ef kvensunni vantaði eitthvað hálfsofandi. Já, reddaði þessu alveg.
Annars er það svefnleysið sem hrjáir mig núna, hjúkkan sofandi uppi og ég ráfa hér um í allt of lítilli íbúð. Æ, það er nú bara 6 dagar í hina íbúðina. Meget godt.
Hvað er annars karlkynsorðið fyrir hjúkku? Best að fara að leggja mig, þetta er nú meira rausið.