Eins og sönn húsmóðir er ég ansi mikið í tölvunni þessa dagana. Og ekki er það uppbyggilegt, ónei. Daman hangir bara í tölvuleikjum og unnir vel við. Fer reyndar illa með bakið.
Húsbóndinn segir móðurina verðandi vera farna eyða meiri stundum á veraldarvefnum en hann sjálfur, efast ég nú um sannleiksgildi þess.
Minnir mig þá glettilega á föður minn og hans frú, sívinnandi fólk og hörkuduglegt en gefur sér alltaf tíma í smá leik í tölvunni á milli stríða.
Kannski ég hefði átt að koma múttu upp á þetta í veikindafríinu, þetta er svo heilnæmt. Annars hugsar hún bara um innréttingar þessa dagana og búin að pakka næstum allri búslóðinni niður í kassa og flutt barasta á næstu dögum. Æskuheimilið kvatt, þó ekki með söknuði af minni hálfu verð ég að segja. Skrýtið, kannski. Veit ekki.
Og þar sem móðir mín er svo stórtæk þessa dagana (eða kannski er hún það bara alltaf, held að þetta sé arfgengt...ó, ó) ætlar hún að versla eitt stykki þvottavél fyrir hreiðrið okkar hér á görðunum ásamt föður sínum.
Og eins og sönn húsmóðir býð ég úr spenningi, þá verður sko þvegið!