Í gærdag fékk ég allmargar hugmyndir að skemmtilegum bloggfærslum sem voru fremur sundurleitar, ólíkar en þó fjölbreyttar.
Um morguninn langaði mig að blogga um pólitík, en hvar á að byrja? Úúff, á svo mörgu að taka á svo stuttum tíma og svo mikið þarft að segja! Kannski ég fari bara niðrá þing og ræði við þetta lið, alveg sko stundum.
Hádegi kom og hugmyndir um akademíu, háskóla og menntun þutu um hugann þar sem ég saumaði óð gardínur fyrir svefnherbergisgluggann.
Síðdegis datt mér í hug að skrifa um heimilislífið, um samskipti kynjanna og hlutverkaskipti. Það umræðuefni er mér kannski nærtækast þessa dagana svona eins og ólétta og allt sem því fylgir en læt það liggja milli hluta.
Um kvöldið kom upp hugmynd að skrifa um þá fallegu mynd sem við parið fórum á í bíó í gærkveldi í vel upphitaðan salinn (var á hlýrabol meðan aðrir voru í vetrarúlpunum). Vá er kannski allt sem segja þarf um þá mynd. Ýmsar pælingar um ástina, rómantík og sögur forfeðra okkar vógu þyngra en hvort kynið ætti að vaska upp eða sjá um bílinn og svo framvegis.
En það sem stóð upp úr var auðvitað koma þvottavélarinnar sem malar nú inni á baðgólfi, kallinn gat tengt hana og nú þvær kellingin.
Það er von höfundar að einhver skilji þennan hrærigraut orða.