Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, mars 06, 2008

Sagan úr vesturbænum.
Karl fer og kaupir bækur og bleiur. Kona valsar um, gefur barni brjóst og þvær þvott. Barn hjalar, drekkur og sefur vært. Lífið er ljúft, leikandi létt. Trallarí, trallarí.

mánudagur, mars 03, 2008

Það hvernig líf verður til er undraverk, unaðsleg stund. Í níu mánuði vex það og dafnar í móðurkvið og verður að fullbura einstaklingi. Fæðing þess er kraftaverk, náttúran er kröftugt afl.
Litla kraftaverkið okkar Svavars er komið í heiminn, Kári Steinarr er hann nefndur.