Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, apríl 27, 2008

Og hvað er títt? ó, svosem lítið. Tíminn æðir áfram, strunsar framhjá manni eins og óð kerling. Og lítið við því að gera. Prinsinn stækkar og stækkar, orðinn tveggja mánaða.
Foreldrarnir dást barasta að fallega furðuverkinu sínu, já þetta gerðum við! Og litli unginn brosir svona fallega, hjalar bara og lætur sér líða vel í þeirra faðmi.
Annars er mikið um að vera á næstunni, ritgerðarskil hjá karlinum, útskrift og utanlandsferð. Og svo er húsfrú á leið í nám í haust, óboj.
Þetta fer nú að verða þriggja manna segjafráblogg, en ekki ein lítil rós að tala einhvers staðar frá í vesturbænum. Nei, enda er rósin ei kona einsömul lengur og er hennar heimur nú þröngt setinn af barni, bleium og brjóstagjöf. Og einstöku sinnum góðum vinum og ættingjum.
Ég er orðin heimavinnandi kerling í vesturbænum. Shit. Er samt ekki farin að hringja útí bæ sínöldrandi. Langt í frá að það gerist, enda enginn tími fyrir slíkt hér á bæ. Best að fara að baka.
út.