Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, maí 22, 2008
Það skyldi ekki koma neinum á óvart að tónar Sigur Rósar róaði barnið mitt og færði það inní draumaheiminn. Sigurrósin, sem lítt hefur hlýtt á Sigur Rós í gegnum árin, setur nú óspart ífóninn af stað og við mæðginin töltum hér um íbúðina, sem er uppfull af barnadóti, þvotti og fleiru, og hverfum inní annan heim.
Annars er faðirinn hæstánægður með þetta, enda mikill aðdáandi Sigur Rósar. Jú, og líka Sigurrósar.
Ég ætlaði mér nú ekki að setja inn mynd hér, en þar sem ljúfurinn er svo sætur verð ég að fá að deila því með ykkur.