Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Nú hafa fjórir geitungar heimsótt okkur fjölskylduna síðastliðna þrjá daga, þar af komu tveir inn sama daginn. Sá fyrsti var drepinn á eldhúsgólfinu af mér, annar í röðinni var veiddur af húsbóndanum í svefnherbergisglugganum og svo hinir veiddir af húsmóðurinni í stofuglugganum.
Mér leiðast þessar heimsóknir, þó svo að þetta séu einu gestirnir undanfarna daga. Það kannski truflar mig ekki, en þegar lítill snáði er í kring er mér ekki sama. Móðureðlið. Konan.
Annars er annað skordýr hér nálægt heimkynnum okkar, nánar tiltekið á svölunum og hefur hreiðrað um sig mér til skemmtunar og fróðleiks. Held samt að hún sé dauð eða farin, hef eigi séð hana undanfarna daga. Kannski að geitungarnir hafi étið hana. Sveiattan.
Svo á að fara að rigna á morgun. Sól, sól og sumarylur. Það er nú ekki svo hlýtt reyndar.
Nú er ég farin að rambla, kallinn kallar. Gott er að fara að sofa. Út.

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Heim! Komin heim! Heim í heiðardalinn!
Lítill, lítill trítill orðinn trítilóður.
Farinn að velta sér fram og tilbaka
bablar, öskrar og hjalar.
Og er náttlega sætastur allra.

Skelli hér inn einni af okkur Svabba pabba, við erum jú svoldið sæt líka.
Annars ætla ég að hætta þessu myndastandi af syninum hér á síðunni.
Það var nú bara svona til gamans fyrir fólkið heima á meðan Danmerkurferð stóð yfir.
En nú erum við heim komin og þá gildir sama regla og síðast,
come and visit!