Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

laugardagur, október 25, 2008


Vetur konungur genginn í garð. 
Lítill trítill orðinn 8 mánaða, skríður um með rassinn útí loftið með tvær tönnslur og babalar mamma. 

mánudagur, október 13, 2008

Ástarjátning á götum Reykjavíkurborgar rétt við Árnagarð, Háskóla Íslands. 
Maðurinn kallar á eftir sinni heittelskuðu: "ég elska þig"! 
Unga konan með barnavagninn svarar: "HA??" 
Maðurinn kallar aftur: "ég elska þig"! 
Enn svarar konan og gengur tilbaka í áttina að honum: "HA"?
Maðurinn hrópar nú hástöfum sem þau nálgast hvert annað: "Ég sagði ég elska þig!! Heyrirðu ekki neitt"??
"Ha..., jú...elska þig líka!". 
Þau ganga svo frá hvort öðru, hann fer á þriðju hæð en hún á fyrstu hæð. Hann les bókmenntir, hún les málfræði. Barnið sefur úti í vagninum.